Erum við að leita að þér ?
26.10.2022
Til bakaSunddeild Fjölnis óskar eftir þjálfara í sundskóla félagsins fyrir vorönn 2023.
Sunddeild Fjölnis er metnaðarfull sunddeild í uppvexti. Æskilegt er að viðkomandi einstaklingur hafi menntun á sviði sundþjálfunar og reynslu af þjálfarastörfum.
Helstu verkefni eru þjálfun á yngstu iðkendahópum deildarinnar og vinna að uppbyggingu deildarinnar ásamt yfirþjálfara og stjórn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Þekking og reynsla af sundi og sundþjálfun og/eða menntun á sviði sundþjálfunar
• góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
• færni í samskiptum
• metnaður og frumkvæði
• góð íslenskukunnátta
• hreint sakavottorð
• lágmarksaldur 18 ára
Umsóknir ásamt menntunar- og ferilskrá sendist á stjórn sunddeildar Fjölnis á netfangið sund@fjolnir.is, fyrir 1. desember 2022
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál