Æfingabúðir hjá Þrótti Neskaupstað og Leikni Fáskrúðsfirði
Föstudaginn 6.október og laugardaginn 7.október fóru fram æfingabúðir fyrir sundmenn sem æfa hjá Þrótti Neskaupstað og Leikni Fáskrúðsfirði.
Það var Jóna Helena Bjarnadóttir sundþjálfari frá ÍRB sem skellti sér Austur fyrir hönd SSÍ og sá um æfingarnar í þessum æfingabúðum.
Það voru um 50 sundmenn sem tóku þátt og stóðu sig svakalega vel.
Hópurinn var þrískiptur, Hákarlahópur (sundmenn fæddir 2012 og eldri), Höfrungahópur (sundmenn fæddir 2013 – 2014) og Selir (sundmenn fæddir 2015).
Hákarlar og Höfrungar fóru á þrjár sundæfingar, eina á föstudegi og tvær á laugardegi, og selir fóru á eina sundæfingu á laugardeginum.
Á sundæfingunum var lögð áhersla á góða tækni ásamt því að gera ýmsar drill æfingar, syntir nokkrir sprettir og leikir og leiktími í lok æfinga. Sundmennirnir voru mjög áhugasöm á æfingum og til fyrirmyndar.
Á föstudagskvöldi var einnig boðið upp á sundæfingu fyrir Garpahópinn og stóðu þau sig mjög vel.
Á laugardeginum mættu sundmennirnir á eitt fræðsluerindi þar sem spjallað var um hvernig við getum verið góðir liðsfélagar og sundmenn hvattir til að vera dugleg að hrósa hvort öðru og spjalla saman fyrir, eftir og á æfingum.
Á laugardagskvöldinu var haldin pítsaveisla og kvöldvaka og það var svaka stuð.
Því miður gátu æfingabúðirnar ekki haldið áfram á sunnudeginum þar sem veðurspáin var mjög slæm.
Í heildina litið gengu æfingabúðirnar súper vel og sundkrakkarnir fyrir Austan svakalega flott og dugleg!