Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tvö aldursflokkamet og eitt unglingamet á Extra móti SH

04.11.2022

Tvö aldursflokkamet og eitt unglingamet litu dagsins ljós á Extra móti SH um síðustu helgi. 

Vala Dís Cicero úr SH gerði sér lítið fyrir og sett tvö aldursflokkamet á mótinu, hún synti 50m flugsund á tímanum 28,73 og bætti tíma Bryndísar Bolladóttur 29,17 frá árinu 2013. 

Vala Dís synti 100m fjórsund einnig á nýju aldursflokkameti á tímanum 1.06,16 en gamla metið átti Sunna Arnfinnsdóttir, 1.06,39 sett árið 2021. 

Daði Björnsson bætti enn og aftur unglingametið sitt í 50m bringusundi þegar hann synti á tímanum 27,59. 

SH Extra mótið var síðasta mót fyrir ÍM25 sem fram fer í Ásvallalaug 18. - 20. nóvember n.k.

Á ÍM25 verður síðasta tækifæri að tryggja sig inn á NM sem fram fer í Bergen dagana 10. - 12 desember. 

Myndir með frétt

Til baka