World Cup í Indianapolis lauk í gær
Anton Sveinn synti í gær 200m bringusund á World Cup í Indianapolis á tímanum 2.07.71 sem er töluvert hraðari tími en hann synti á mótinu í Toronto. Anton varð í 9 sæti en það eru einungis 8 fyrstu sem ná inn í úrslit á þessari mótaröð. Nú hefst lokaundirbúningur Antons vegna HM25 sem hefst í Melbourne í Ástralíu 13. desember.
Patrik Viggó synti 1500m skriðsund á mótinu á tímanum 15:48,27, hann synti einnig 100m baksund á tímanum 55,34 sem er góð bæting frá hans besta tíma í greininni, 56,94.
Jóhanna Elín synti 50m flugsund á tímanum 27,61 sem er nálægt hennar besta tíma, 27,19. Jóhanna synti 100m skriðsund á tímanum 55,18, hennar besti timi í greininni er 54,73.
Þetta var ágætis árangur hjá okkar fólki á þessari sterku mótaröð sem fram fór nú í Berlín, Toronto og Indianapolis.
Næst á dagskrá hjá SSÍ er ÍM25 sem hefst 18. nóvember í Ásvallalaug þar sem sundfólkið mun reyna við lágmörk á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Bergen 8. - 13 .desember.
HM25 fer fram eins og fyrr segir í Melbourne og þar mun SSI eiga tvo keppendur, þau Anton Svein og Snæfríði Sól.