Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 föstudagur - úrslit

18.11.2022

Fyrsta úrslitahluta Íslandsmeistaramótsins í 25m laug er lokið. 

Fyrsta grein var 100m fjórsund þar sem Vala Dís Cicero setti nýtt aldursflokkamet á tímanum 1:05,93. Gamla metið átti hún sjálf 1:06,16 sem hún setti í lok október á þessu ári.

Það var hörkukeppni og spennandi sund þegar 100m bringusundi karla fór fram. Daði Björnsson, Snorri Dagur Einarsson og Einar Margeir Ágústsson voru allir mjög jafnir en  sundinu lauk með sigri  Snorra Dags. Snorri bætti unglingamet Daða frá því í morgun, þegar hann synti á tímanum 1:00,31. Daði bætti einnig tímann sinn frá því í morgun, en hann synti á tímanum 1:00,62. Einar Margeir varð þriðji í sundinu á tímanum 1:01,38 og bætti tíma sinn um tvær sekúndur. 

Það var virkilega góð stemmning í Ásvallalaug í dag og helstu úrslit dagsins voru þessi : 

Íslandsmeistarar dagsins: Unglingameistarar dagsins:
100m fjórsund konur: 100m fjórsund konur:
Eva Margrét Falsdóttir ÍRB Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
100m fjórsund karlar: 100m fjórsund karlar:
Birnir Freyr Hálfdánarsson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA
400m skriðsund konur: 400m skriðsund konur:
Freyja Birkisdóttir Breiðablik Freyja Birkisdóttir Breiðablik
400m skriðsund karlar: 400m skriðsund karlar:
Veigar Hrafn Sigþórsson SH Birnir Freyr Hálfdánarsson SH
50m baksund konur 50m baksund konur
Steingerður Hauksdóttir SH Birgitta Ingólfsdóttir ÍA
100m flugsund karla: 100m flugsund karla:
Birnir Freyr Hálfdánarsson SH Fannar Snævar Hauksson
200m flugsund konur: 200m flugsund konur :
Kristín Helga Hákonardóttir SH Elísabet Arnoddsdóttir ÍRB
200m baksund karla: 200m baksund karla:
Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB
200m bringusund konur: 200m bringusund konur:
Eva Margrét Falsdóttir íRB Eva Margrét Falsdóttir íRB
100m bringusund karla: 100m bringusund karla:
Snorri Dagur Einarsson SH Daði Bjornsson SH
50m skriðsund konur: 50m skirðsund konur:
Kristín Helga Hákonardóttir SH Guðbjörg Bjartey Gudmundsdóttir ÍA
50m skriðsund karlar: 50m skriðsund konur:
Símon Elías Statkevicius SH Fannar Snævar Hauksson ÍRB
4x50m fjórsund kvenna:
Sveit SH 1
4x50m fjórsund karla:
Sveit SH 1
4x200m skriðsund konur:
Sveit SH 1
4x200m skriðsund karlar :
Sveit SH 1

 

Mótið heldur áfram í fyrramálið kl:9:30 og úrslit hefjast kl 16:30 


Til baka