Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól með Íslandsmet í 200m skriðsundi

18.11.2022

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti  í dag 200m skriðsund á dönsku bikarkeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn um helgina.

Snæfríður Sól synti á 1:55,60 en gamla metið átti hún sjálf 1:56, 51.

Frábær árangur hjá Snæfríði sem undirbýr sig nú á fullum krafti fyrir HM25 sem hefst í Ástralíu 13. desember.

 

Til baka