Snæfríður Sól bætti 12 ára gamalt met í 100m skriðsundi í morgun
19.11.2022
Til bakaSnæfríður Sól Jórunnardóttir bætti í morgun 12 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 100m skriðsund á bikarkeppni í Danmörku.
Snæfríður synti á tímanum 53,88 en gamla metið var 54,44 sett í desember 2010. Snæfríður Sól er greinilega í fínu formi en þetta mót er liður í undirbúningi hennar fyrir HM25 sem fram fer í Ástralíu í desember.