Snæfríður Sól bikarmeistari með liði sínu í Danmörku
20.11.2022
Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð bikarmeistari um helgina með liði sínu Aalborg Svømmeklub, en þetta er í fjórða skipti á síðustu 10 árum sem liðið nær þessum titli sem þykir mjög góður árangur í Danmörku.
Snæfríður Sól átti frábært mót um helgina,hún bætti árangur sinn í öllum sínum greinum, og sigraði í þeim öllum. Hún tvíbætti Íslandsmetið í 100m skriðsundi og setti einnig met í 200m skriðsundi.
Glæsilegur árangur hjá Snæfríði Sól sem heldur til Ástralíu í byrjun desember, þar sem hún verður við æfingar þar til HM25 hefst í Melbourne 13. desember.
Stigstaða bikarkeppninnar.
- Aalborg Svømmeklub 53.872
- Hovedstadens Svømmeklub 52.551
- Sigma Swim 50.990
- Gladsaxe Svømmeklub 49.614
- Svømmeklubben Kvik, Kastrup 49.031
- Vejle Svømmeklub 48.636
- Agfs Svømmeafdeling 48.058
- Helsingør Svømmeklub 46.382
- Aarhus Swim 45.989