Snæfríður Sól óstöðvandi á bikarkeppninni í Danmörku
20.11.2022
Til bakaSnæfríður Sól gerði sér lítið fyrir í morgun og bætti metið sitt frá því í gær í 100m skriðsundi. Hún synti á tímanum 53,75, gamla metið var 53,88. Snæfríður synti fyrsta sprett í boðsundi fyrir liðið sitt í Áalborg, og synti sveitin til sigurs í 4x100m skriðsundi.
Snæfríður synti einnig í morgun 100m fjórsund á tímanum 1:01,44 og 200m baksund á tímanum 2:10,79. Hún sigraði í báðum þessum greinum.
Frábær árangur hjá Snæfríði Sól um helgina.
Það verður gaman að fylgjast með henni í Melbourne á HM25 sem hefst 13. desember n.k.