Dómara ráðstefna í Belfast.
05.12.2022
Sex Íslenskir sunddómarar héldu til Belfast á Norður Írlandi helgina 25.-27. nóvember sl. Þar tóku þeir þátt í ráðstefnu sem haldin var af LEN, Evrópska sundsambandinu en tæplega 100 dómarar frá 25 löndum voru þarna saman komnir til að kynna sér breytingar á alþjóðlegum sundreglum FINA.
Miklar og fjörugar umræður sköpuðust en ráðstefnan var sett upp á skemmtilegan hátt með áhugaverðum erindum og vinnustofum, en einnig gátu þátttakendur sent inn fyrirspurnir sem voru þeim ofarlega í huga.
Að sögn íslensku þátttakendanna var ráðstefnan einstaklega gagnleg, fagleg og vel skipulögð.
Næsta skref er að kynna breytingarnar og helstu niðurstöður fyrir sundhreyfinguna á Íslandi.
Þátttakendur frá Íslandi voru þau:
Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sundfélagi Akraness
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, Sundfélaginu Ægi
Björn Valdimarsson, Sundfélaginu Fjölni
Viktoría Gísladóttir, Breiðabliki
Ragnheiður Birna Björnsdóttir, SH
Tómas Gísli Guðjónsson, SH