Beint á efnisyfirlit síðunnar

Besti árangur á Norðurlandameistaramóti í áratug.

13.12.2022

Eins og fram hefur komið þá lauk Norðurlandameistaramótinu í sundi í gær,en það fór fram í Bergen í Noregi.

 

Íslenska liðið stóð sig mjög vel og vann til fimm verðlauna, en sundliðið hefur ekki náð eins góðum árangri í um áratug á Norðurlandameistaramóti en mótið í ár var mjög sterkt.

  • Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH varð Norðurlandameistari í 200m fjórsundi en Birnir vann einmitt bronsverðlaun í sömu grein á EYOF, Evrópuleikum Ungmenna í sumar.
  • Snorri Dagur Einarsson úr SH tryggði sér silfurverðlaun í 100m bringusundi á nýju unglingameti.
  • Björn Yngvi Guðmundsson úr SH náði sér í bronsverðlaun í 1500m skriðsundi.
  • Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki tryggði sér bronsverðlaun í 800m skriðsundi
  • Patrik Viggó Vilbergsson úr SH vann bronsverðlaun í 100m baksundi.

Frábær árangur hjá okkar fólki og mikið var um bætingar.

Eitt gull, eitt silfur og þrjú brons á mótinu gefur góð fyrirheit um að framtíðin sé björt hjá íslenska sundfólkinu.

Til baka