FINA verður World Aquatic
FINA, Fédération Internationale de Natation, er í dag orðið World Aquatics eftir atkvæðagreiðslu á aukaþingi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í sundi (25m) 2022.
FINA var stofnað fyrir 114 árum. Ábyrgð sambandins og 209 aðildarsambanda þess nær yfir sundfólk, sundfimifólk, dýfingafólk bæði í hefðbundnum dýfingum og dýfingum af háum palli, víðavatnssundfólk og sundknattleiksfólk.
Kynning á vörumerkinu World Aquatics kemur í kjölfar meiriháttar umbóta þar sem nútíma íþróttasamband er tilbúið til að leiða og þjóna sundíþróttafólki. Það sem sameinar okkur er vatn. Sambandið hefur á undanförnum áratugum vaxið með víðtækara umfangi og aukinni þátttöku við þátttakendur og áhorfendur.
„Allir í samfélaginu okkar eru stoltir af því sem FINA náði í að þróa íþróttir okkar. Þegar við horfum til framtíðar mun World Aquatics sjá alla sundíþróttafólk sameinast í fyrsta skipti undir einu vörumerki. Sjálfsmynd samtakanna okkar beinist nú að sameiginlegri sýn okkar: heim þar sem sameiningartáknið er vatn, heilsa, líf og íþróttir,“ sagði forseti World Aquatics Husain Al-Musallam.
"FINA er frönsk skammstöfun af Fédération internationale de natation, (á ensku: International Swimming Federation). Orðið "Natation" táknar sundmenn. Þessa dagana eru sundfólk aðeins hluti af FINA fjölskyldunni. Við þurftum nafn sem endurspeglar alla FINA fjölskylduna. Nafn sem hægt er að nota með stolti af dýfingafólki, sundfimifólki, víðavatnssundfóki og sundknattleiksfólki.
Íþróttafókið verður að vera í fyrsta sæti, og þessi ákvörðun er tekin í samráði við íþróttafólkið. Viðbrögð þeirra hafa verið mjög skýr. Meira en sjötíu prósent þess íþróttafólks sem við höfum rætt við hafa sagt að þau vildu breyta nafni FINA. Mörg þeirra gátu ekki einu sinni sagt okkur fyrir hvað stafirnir í FINA standa."
Samþykkt nafnsins World Aquatics var staðfest með atkvæðagreiðslu aðildarsamtaka á aukaþingi í Melbourne fyrr í dag. Það markar hápunkt 18 mánaða mikilla skipulagsbreytinga, að miklu leyti undir leiðsögn umbótanefndar FINA.
Á þessu ferli hefur World Aquatics gert mjög umtalsverðar endurbætur á stjórnunarháttum sínum, þar á meðal styrkt rödd íþróttafólks við ákvarðanatöku og stofnun óháðrar Heiðarleikanefndar í sundíþróttum.