Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn í 10 sæti á HM25 í 200m bringusundi

16.12.2022

Anton Sveinn synti rétt í þessu 200m bringusund á HM 25 í Melbourne. 

Anton synti á 2:04,99 og varð í 10 sæti. Það er eingöngu keppt í 8 manna úrslitum á HM25 í 200m greinum og því ekki keppt í 16 manna úrslitum eins og á HM50, EM50 og EM25.

Til að komast inn í úrslit hefði þurft að synda á 2:04,37, það munaði því sáralitlu á því að Anton færi áfram.

Anton Sveinn verður því ekki í úrslitariðlinum í fyrramálið nema að einhver segi  sig úr, en Anton er annar varamaður inn í úrslit.

Flottur  árangur hjá Antoni sem syndir sína síðustu grein á mótinu, 50m bringusund aðfaranótt laugardags en þá keppir Snæfríður Sól einnig, 200m skriðsund.

 

 

Til baka