Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikarkeppni SSÍ 2022 - SH leiðir eftir fyrsta hluta

16.12.2022

Bikarkeppni SSÍ 2022 hófst í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í dag og er frábær stemming á meðal keppenda og áhorfenda. Í ár keppa Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Sunddeild Ármanns, Sunddeild Breiðabliks, Sundfélag Akraness, Sundfélag Hafnarfjarðar og Sundfélagið Ægir í 1. deild. Sunddeild KR, Sundfélag Hafnarfjarðar – B-lið og UMSK etja kappi í 2. deild.

Keppni fór vel af stað og mikið af spennandi sundum. Eftir fyrsta hlutann leiðir Sundfélag Hafnarfjarðar í 1. deild karla og kvenna. Í 2. deild leiða einnig B-lið SH í karla og kvenna.

Það er því spennandi að sjá hvernig úrslitin verða á morgun, en keppt er í tveimur hlutum, fyrir og eftir hádegi.

Stigastaðan eftir fyrsta hluta:

  1. deild karla
  1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 5.729 stig
  2. Sunddeild Breiðabliks – 4.565 stig
  3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 4.520 stig
  4. Sundfélag Akraness – 3.676 stig
  5. Sunddeild Ármanns – 3.486 stig
  6. Sundfélagið Ægir – 3.243 stig

 

  1. Deild kvenna
  1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 5.546 stig
  2. Sunddeild Breiðabliks – 5.129 stig
  3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 4.859 stig
  4. Sundfélagið Ægir – 4.298 stig
  5. Sunddeild Ármanns – 3.842 stig
  6. Sundfélag Akraness – 3.597 stig

 

  1. deild karla
  1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 4.725 stig
  2. UMSK – 3.295 stig
  3. Sunddeild KR – 1.737 stig

 

  1. deild kvenna
  1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 4.449 stig
  2. UMSK – 3.330 stig
  3. Sunddeild KR – 2.693 stig
Til baka