Beint á efnisyfirlit síðunnar

Æfingahelgi Framtíðarshóps 21. - 22 janúar

23.01.2023
Æfingahelgi Framtíðarhóps fór fram um helgina í Laugardalnum.
Helgin tókst mjög vel í alla staði, frábær stemningin og vinskapur var ríkjandi.
Í hópnum voru 24 einstaklingar á aldrinum 12-15 ára frá 6 sundfélögum.
Dagskráin hófst með fræðslu á laugardeginum, svo tók við æfing og hópefli um kvöldið. Helgin endaði svo með æfingu fyrir sundfólkið og fyrirlestri fyrir foreldra á sunnudagsmorgninum 🙂
Kærar þakkir til þjálfara sem gerðu helgina mögulega. Hildur Sólveig Óðni, Hrafnhildur SH, Jóhanna Iða Ármanni, Jóna Helena ÍRB og Sigurður Daníel Breiðabliki
Til baka