Laugardagur undanúrslit- RIG
Annar hluti Reykjavíkurleikana í sundi var rétt í þessu að klárast.
Sigurvegarar í Unglingaflokki voru eftirfarandi:
400m skriðsundi karla: Liggjas Joensen, Agir
200m fjórsundi kvenna: Sólveig Freyja Hákonardóttir, Breiðablik
200m baksundi karla: Hólmar Grétarsson, SH
100m baksundi kvenna: Bjarta I Lagabo, Suduroyar Svimjifelag
100m bringusundi karla: Frodi Hansen, Fuglafjardar Svimjifelag
200m bringusundi kvenna: Margrét Anna Lapas, Breiðablik
200m flugsundi karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association
100m flugsundi kvenna: Elísabet Arnoddsdóttir, ÍRB
100m skriðsundi karla: Liggjas Joensen, Agir
200m skriðsundi kvenna: Þórey Margrét Magnúsdóttir, Herlev Svomning
Alls komust 48 íslendingar áfram í úrslitin sem fara fram í kvöld og byrja á slaginu 16:30. Fyrir mótshlutann mun Sundsamband Íslands veita Antoni Sveini Mckee viðurkenningu fyrir Sundmann ársins 2022.
Í úrslitahlutanum verður keppt í eftirfarandi greinum og veitt verðlaun fyrir 1-3 sæti:
50m baksund karla
50m bringusund kvenna
50m flugsund karla
50m skriðsund kvenna
400m skriðsund karla
200m fjórsund kvenna
200m baksund karla
100m baksund kvenna
100m bringusund karla
200m bringusund kvenna
200m flugsund karla
100m flugsund kvenna
100m skriðsund karla
200m skriðsund kvenna
Vert verður að fylgjast með 400m skriðsundi karla þar sem Birnir Freyr Hálfdánarson, SH, núverandi Norðurlandameistari náði besta tíma í morgun.
Simon Elías Statkevicius, SH, er fyrstur inn í úrslit í 50m flugsundi en þar er afar mjótt á munum svo búast má við spennandi sundi.
Í 200m baksundi karla á Ísland þrjá bestu tímana en það eru þeir Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB, Veigar Hrafn Sigþórsson, SH, og Bergur Fáfnir Bjarnason, SH.
Í 100m bringusundi er mjótt á munum en aðeins 2 sek er á milli fyrsta og 8. sundmanns. Sundmaður ársins, Anton Sveinn Mckee, SH, leiðir hópinn en rétt á eftir honum var Daði Björnsson, einnig úr SH. Ísland á helming keppenda í úrslitum.
Það er því vel þess virði að skella sér í Laugardalslaugina kl 16:30 og horfa á sundið í kvöld.
Bein úrslit má finna hér