Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól fyrst íslenskra kvenna undir tvær mínútur í 200m skriðsundi.

04.03.2023

Snæfríður Sól setti í dag glæsilegt nýtt Íslandsmet í 200m skriðsundi og er fyrst íslenskra kvenna undir tvær mínútur. Hún synti á tímanum 1:59.75 en gamla metið setti hún á Ólympíuleikunum í Tokyo 2021, 2:00,20.  

Snæfríður tekur þátt í Vest danska meistaramótinu um helgina og sigraði hún í 200m skriðsundi í dag.

Snæfríður syndir fyrsta sprett í 4x 100m skriðsundi á eftir og syndir svo 100m skriðsund á morgun,

Það verður spennandi að fylgjast með Snæfríði sem er greinilega í mjög fínu formi þessa dagana. 

 

Til baka