Beint á efnisyfirlit síðunnar

Undanrásir á degi tvö á ÍM50 var að ljúka

02.04.2023

 

Undanrásum á degi tvö á ÍM50 var rétt í þessu að ljúka og náði sundfólkið fínum árangri.

Vala Dís Cicero synti 200m skriðsund á tímanum 2:07,10 og tryggði sér lágmark á EMU og EYOF en þau mót fara fram í sumar. Vala er með besta tímann inn í úrslitin sem fara fram síðar í dag.

Birnir Freyr Hálfdánarson setti unglingamet í 200m fjórsundi, hann synti á tímanum 2:05,12, gamla metið átti hann sjálfur, 2:05,33, Birnir er einnig með besta tímann inn í úrslit í dag.

Einar Margeir Ágústsson setti unglingamet í 50m bringusundi 28,66 en gamla metið átti Daði Björnsson,28,97, sem hann setti sumarið 2022.  Einar Margeir er með hraðasta tímann inn í úrslit í dag.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir tryggði sér EYOF lágmark í 100m baksundi þegar hún synti á tímanum 1:06,30 og er einnig með besta tímann inn í úrslit í dag.

 

Það lítur út fyrir mörg spennandi sund kl 17:00 í dag og þeir sem hafa ekki tök á að mæta í laugina og hvetja sundfólkið áfram geta horft á streymið  Hér

 

 

Til baka