Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fleiri met og lágmörk á ÍM50 2023

03.04.2023

Undanrásir á ÍM50 hófust í morgun með nýju aldursflokkameti, Hólmar Grétarsson synti 400m fjórsund á tímanum 4:42,49, en gamla metið var 4;43,12 sem Hólmar átti sjálfur og setti í janúar á þessu ári.

Í 200m baksundi syntu þær Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni og Ástrós Lovísa Hauksdóttir úr ÍRB undir lágmörkum fyrir NÆM í sumar. Ylfa Lind synti á tímanum 2;27,11 og Ástrós á tímanum 2;28,15.

Vala Dís Cicero hélt áfram að bæta í lágmörkin og synti undir NÆM lágmarki í 100m flugsundi, 1;05,26.

Síðan var það Magnús Víðir Jónsson, SH sem synti á tímanum 1:59.67 í 200m skriðsundi og tryggði sér NÆM lágmark.

 

Það verður áfram jöfn og spennandi keppni í Laugardalslaug í dag, en síðasti hluti mótsins hefst kl 17:00.

Við hvetjum alla til að koma og hvetja okkar frábæra sundfólk til dáða.

Til baka