Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundþing 2023

17.04.2023
Sundþing 2023 verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 27. apríl n.k

SSÍ langar að minna á að á morgun þriðjudag, 18. apríl þarf að skila inn nafnalistum fyrir sundþing 2023. Einnig langar okkur að minna á að ef félög hafa tillögur að heiðursviðurkenningum eða að sjálfboðaliða ársins þá þurfa þær einnig að berast á morgun þriðjudag. 

Þinggöng verða sett inn á heimasíðu SSÍ sjá hér  þegar nær dregur þingi.

Dagskrá þingsins: 

•Skráning þingfulltrúa og hressing hefst kl. 16:00
•Þingsetning kl. 16:30, ávörp, skýrsla stjórnar og framlagning mála.
•Nefndarstörf frá kl 17.30 til kl 18.30
•Kl. 18:30-19:00 lokafrágangur hjá nefndum
•Kl.19:00 hefjast þingstörf á ný með afgreiðslu mála.
•Kjöri stjórnar lýst kl. 19:30

 

Kl. 20:00 hefjum við kvöldverð þar sem við munum deila út viðurkenningum sem þingið samþykkir.
Til baka