Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mare Nostrum mótaröðin

21.05.2023

Það er búið að vera nóg um að vera hjá sundfólkinu sem syntu sig inn í hópa SSÍ á ÍM50 í apríl.

22 sundmenn úr framtíðar og unglingalandsliði SSÍ stóðu sig gríðarlega vel á Taastrup open 12. – 14. maí, þar sem þau komu, sáu og sigruðu stigakeppni mótsins.

Mánudaginn 15. maí fóru 7 sundmenn úr landsliði SSÍ til Barcelona og tóku þátt í einu móti í Mare Nostrum mótaröðinni. Mare Nostrum mótaröðin samanstendur af þremur mjög sterkum sundmótum sem haldin eru í Canet í Frakklandi, Barcelona og Moncaco.

Í Barcelona kepptu þau Anton Sveinn McKee, Birnir Freyr Hálfdánarson, Daði Björnsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Snorri Dagur Einarsson og Steingerður Hauksdóttir öll úr SH og Einar Margeir Ágústsson úr ÍA.

Þeir Daði Björnsson og Anton Sveinn, náðu bestum árangri í Barcelona en þeir fóru inn í B úrslit, Daði varð 3. í 50m bringusundi á tímanum 28,50 og bætti tíma sinn í greininni. Anton Sveinn varð fimmti í 200m bringusundi á tímanum 2:14,74.

Helstu úrslit hjá hópnum voru á þessa leið.

Anton Sveinn:

200m bringusund 2;14,74

100m bringusund 1;04,11

Birnir Freyr:

50m flugsund 26,23

200m fjórsund 2:10,41

100m flugsund 58,25

Daði Björnsson

50m bringusund 28,50

100m bringusund 1:04,58

Einar Margeir Ágústsson:

50m bringusund 28,83

100m bringusund 1;03,97

Jóhanna Elín:

50m skriðsund: 26,56

100m skriðsund 58,07

Snorri Dagur:

50m bringusund 29,14

100m bringusund 1;05,36

Steingerður Hauksdóttir:

50m baksund 30,19

100m baksund: 1;06,72

 

Nú í kvöld lauk mótinu í Monaco og þar syntu þau Snæfríður Sól og Anton Sveinn.

Þau syntu sig bæði inn í úrslit í sínum greinum.  Snæfríður synti 200m skriðsund á þriðja besta tíma sínum, 2;00,32 og 100m skriðsund á tímanum 55;23 sem er 5/100 frá Íslandsmeti hennar.

Anton Sveinn synti 200m bringusund á tímanum 2;14,17 og 100m bringusund á 1;02,66.

Nú halda þau Snæfríður, Anton og Eyleifur yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ í æfingabúðir til Antibes þar til þau hitta landslið Íslands á Möltu þar sem Smáþjóðaleikarnir verða haldnir 30. maí – 2. júní.

 

Myndir með frétt

Til baka