Beint á efnisyfirlit síðunnar

15 sundmenn í úrslitum í dag á Smáþjóðaleikunum

30.05.2023

Sundkeppni Smáþjóðaleikana hófst með undanrásum í morgun hér á Möltu.

Fyrsta grein var 100m skriðsund kvenna þar sem þær Snæfríður Sól og Jóhanna Elín stungu sér til sunds.

Snæfríður kom í bakkann með besta tímann í morgun, 55,40 en hennar besti tími í greininni er Íslandsmet hennar 55,18. Jóhanna Elín er með annan besta tímann inn í úrslit í dag, en hún synti á tímanum 57,50.

 

Símon Elías Statkevicius synti 100m skriðsund á tímanum 52,36 og er fimmti inn í úrslitin í kvöld, Ýmir Sölvason synti einnig 100m skriðsund og varð níundi á tímanum 53,17 og er varamaður inn í úrslit í kvöld.

 

Í 200m fjórsundi kvenna syntu þær Eva Margrét og Birgitta Ingólfsdóttir, Eva synti á tímanum 2:23,48 og er með besta tímann inn í úrslit í kvöld. Birgitta synti á tímanum 2:29,68 og er áttunda inn í úrslit í kvöld.

 

Birnir Freyr og Veigar Hrafn syntu einnig 200m fjórsund í morgun. Birnir er með besta tímann inn í úrslit í kvöld hann synti á tímanum 2.08,86, en Íslandsmet hans í greininni er 2.04,05. Veigar er með fimmta besta tímann inn í úrslitin á eftir.

 

 

Nokkrar greinar eru syntar beint til úrslita og fyrir utan þau sem talin eru upp hér að ofan þá verðum við með Kristínu Hákonardóttur í úrslitum í 200m flugsundi, en hún er með þriðja besta tímann í sundinu í dag. Aron Þór Jónsson syndir einnig til úrslita í 200m flugsundi í dag og er hann með sjötta besta tímann þar inn. Ylfa Lind Kristmansdóttir er með fjórða besta tímann inn í 200m baksund.

 

Í 200m baksundi karla synda þeir Bergur Fáfnir Bjarnason og Guðmundur Rafnsson en hann er með þriðja besta tímann inn í úrslit og Bergur er með sjötta besta tímann. Freyja Birkisdóttir mun synda 800m skriðsund en þar er hún með annan besta tímann og í 800m skriðsundi karla syndir Hólmar Grétarsson en hann er með sjöunda besta tímann inn í úrslitin.

 

Ísland verður einnig með kvenna og karlasveitir í 4x100m skriðsundi í lok mótshlutans í dag.

 

Það verður mikið fjör í lauginni á eftir þegar Ísland mun eiga 14 keppendur í úrslita hluta dagsins sem hefst kl 17:00 eða kl 15:00 á íslenskum tíma.

 

Hér er lifandi streymi: https://tvmi.mt/live/4

 

 

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum:

https://live.swimrankings.net/38302/?fbclid=IwAR3PAJCJmlssfr22Fe_XHTeYybw8mCeJqijmbmnEx-ocZ_ZT-yjvXMCHZ9U

Heimasíða leikana: https://gssemalta2023.mt/

 

Til baka