13 einstaklingar í úrslitum í dag á Smáþjóðaleikunum og tvær boðsundssveitir
Það gekk vel hjá okkar fólki í morgun á þriðja hluta sundkeppninnar og verðum við með 13 einstaklinga í úrslitum sem hefjast kl 17:00 (15:00 á isl) og tvær boðsundssveitir í 4x 200m skriðsundi, karla og kvenna.
Í morgun bættu þau Hólmar Grétarsson og Katja Lilja sína bestu tíma. Hólmar synti á tímanum 4:09,99 í 400m skriðsundi sem er rétt við aldursflokkametið í greininni. Katja Lilja synti 200m bringusund á tímanum 2:43,53 og bætti tíma sinn um rúma sekúndu.
Það er því annar spennandi úrslita hluti framundan í dag í sundlauginni á Möltu.
Hér eru þau sem keppa til úrslita í dag:
100m baksund kvenna Steingerður og Ylfa Lind
100m baksund karla Guðmundur Leo og Bergur Fáfnir
400m skriðsund kvenna Snæfríður Sól og Freyja
100m flugsund kvenna Vala Dis og Kristín Helga
100m flugsund karla Símon Elías
200m bringusund kvenna Eva Margrét og Katja Lilja
200m bringusund karla Anton Sveinn og Snorri Dagur
4x 200m skriðsund boðsund Kvenna
4x200m skriðsund boðsund karla
Hér er lifandi streymi: https://tvmi.mt/live/4
Hér er hægt að fylgjast með úrslitum:
Heimasíða leikana: https://gssemalta2023.mt/