3 gull,3 silfur 1 brons og 7 bætingar í úrslita hluta dagsins á Möltu.
3 gull,3 silfur og 7 bætingar í úrslita hluta dagsins á Möltu.
Snæfríður Sól hélt uppteknum hætti í dag og bætti 11 ára gamalt Íslandsmet Sigrúnar Brár Sverrisdóttur í 400m skriðsundi, hún synti á tímanum 4:20, 16 en gamla metið var 4:20,42. Snæfríður tryggði sér gullverðlaun í sundinu í dag. Snæfríður var einnig í sigursveit Íslands í 4x 200m skriðsundi þegar hún ásamt, Völu Dís, Kristínu Helgu og Freyju Birkis sigruðu í greininni á tímanum 8:26,33.
Anton Sveinn Sigraði örugglega í 200m bringusundi á tímanum 2;14,37.
Karlasveitin synti 4x200m skriðsund og tryggðu sér bronsverðlaunin á tímanum 7:43,63.
Þær Ylfa Lind Kristmansdóttir og Vala Dís Cicero tryggðu sér silfurverðalun í sínum greinum í dag. Ylfa synti 100m baksund á tímanum 1:04,80 og Vala synti 100m flugsund og bætti tíma sinn, þegar hún synti á 1:03,52.
Símon Elías tryggði sér einnig silfurverðlaun í 100m flugsundi á tímanum 55;38 sem er bæting á hans besta tíma.
Steingerður Hauksdóttir synti 100m baksund á tímanum 1:06,62. Þeir Guðmundur Leo og Bergur Fáfnir syntu 100m baksund, Bergur synti á tímanum 59;86 og Guðmundur á 59;83.
Eva Margrét og Katja Lilja syntu 200m bringusund og bætti Katja Lilja tíma sinn, hún synti á tímanum 2.41,48, Eva synti á tímanum 2:40,38. Kristín Helga synti 100m flugsund á tímanum 1:04,75.
Snorri Dagur synti 200m bringusund á tímanum 2:22,37
Það var fín stemming í hópunum í dag og stóðu þau sig með miklum sóma með að syngja þjóðsönginn þegar Ísland tryggði sér gullverðlaunin í dag.
Næst síðasti dagur mótsins hefst svo kl 10:00 í fyrramálið.