Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslenska sundliðið er sigurvegari sundkeppninnar með því að tryggja sér 31 verðlaun, 10 gull, 11 silfur og 10 brons

02.06.2023 

Smáþjóðaleikunum í sundi lauk nú undir kvöld hér á Möltu með frábærum árangri.

Sundliðið vann sér inn tvö gull, 4 silfur og 4 brons í keppni dagsins.

 

Íslenska sundliðið er því sigurvegari sundkeppninnar með því að tryggja sér 31 verðlaun, 10 gull, 11 silfur og 10 brons, sem er frábær árangur

 

Snæfríður Sól Jórunnnardóttir vann sín fjórðu gullverðlaun á leikunum í 50m flugsundi kvenna og Anton Sveinn sigraði í 400m fjórsundi. Þess má til gamans geta að Anton vann síðast 400m fjórsund á Smáþjóðaleikunum fyrir 10 árum, en hefur undanfarin ár lagt áherslu á bringusund. Frækilegt afrek hjá honum !

 

Steingerður Hauksdóttir tryggði sér silfur í 50m baksundi.

 

Birgitta Ingólfsdóttir synti til silfurs í 50m bringusundi.

Það gerði Snorri Dagur Einarsson einnig þegar hann synti á nýju unglingameti í 50m bringusundi,hann synti á timanum 28;33, en gamla metið var 28,53.

Eva Margrét Falsdóttir vann silfur í 400m fjórsundi kvenna.

 

Daði Björnsson tryggði sér bronsverðlaun í 50m bringusundi og bætti tíma sinn þegar hann synti á 28,39.

Jóhann Elín Guðmundsdóttir nældi sér í bronsverðlaun í 50m flugsundi í dag

og Vala Dís Cicero tryggði sér bronsverðlaun í sömu grein og bætti tíma sinn um 7 sekúndur.

 

Freyja Birkisdóttir synti 1500m skriðsund og vann einnig bronsverðlaun í greininni.

 

Eva Margrét Falsdóttir vann silfur í 400m fjórsundi kvenna

 

Birnir Freyr Hálfdánarson setti nýtt unglingamet í 50m flugsundi og Hólmar Grétarsson setti nýtt aldursflokkamet þegar hann synti 1500m skriðsund og bætti tíma sinn og metið um 13 sekúndur, en hann synti á tímanum 16;12, 57.

 

Ylfa Lind Kristmansdóttir synti 50m baksund og varð fimmta í sundinu.

Guðmundur Leó Rafnsson synti einnig 50m baksund og varð í sjöunda sæti.

Katja Lilja synti 50m bringusund í dag og varð sjöunda og hún synti einnig 1500m skriðsund í dag og varð fjórða. 

Símon Elías synti 50m flugsund og varð sjöunda sæti. 

Aron Þór Jónsson synti 400m fjórsund og varð áttundi.

 

Það er búið að vera frábært að fylgjast með þessu flotta sundfólki undanfarna daga, mikil og góð stemmning hefur verið í hópnum og árangurinn góður eftir því.

 

 

 

 

Til baka