SH Aldursflokkameistarar 2023
Það var líf og fjör í sundlaug Akureyrar um helgina þegar Aldursflokkameistaramótið í sundi fór fram í blíðskaparveðri.
Það voru 217 keppendur frá 14 félögum sem tóku þátt í mótinu og var mikið um persónulegar bætingar en tvö aldursflokkamet litu dagsins ljós um helgina þegar Hólmar Grétarsson úr SH bætti metið í 800m skriðsundi sem hafði staðið síðan 2012. Hann synti á tímanum 8:25,20 en gamla metið átti Arnór Stefánsson, 8:25,94. Hólmar bætti einnig metið í 400m fjórsundi þegar hann synti á tímanum 4:33,29, gamla metið átti Patrik Viggó Vilbergsson 4:34,72 sem hann setti árið 2017.
Á lokahófinu í gærkvöldi voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu einstaklinga mótsins.
Í flokki stráka 12 – 13 ára var það Kajus Jatautas úr ÍA stigahæstur með 1.044 stig.
Í flokki stráka 14 – 15 ára var það Denas Kazulis úr ÍRB stigahæstur með 1.637 stig.
Í flokki stelpna 11 – 12 ára var það Auguste Balciunaite úr SH stighæst með 1.464 stig.
Í flokki stelpna 13 – 14 ára var það Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðabliki með 1.813 stig.
Aldursflokkameistarar í sundi árið 2023 er Sundfélag Hafnarfjarðar en þeir sigruðu með 795 stig.
Hörð keppni var um annað sætið en það var Íþróttabandalag Reykjanesbæjar sem tryggðu sér annað sætið með 693 stig og Sunddeild Breiðabliks var í þriðja sæti með 643 stig.
Önnur úrslit í stigakeppninni:
4. Sundfélagið Óðinn 310
5. Sundfélagið Ægir 271
6. Ármann 221
7. Sunddeild KR 128
8. Sundfélag Akraness 106
9. Umf Afturelding 67
10. Sunddeild Fjölnis 48
11. Sunddeild UMFB 14
12. Sunddeild Stjörnunnar 3
13. Sundfélag ÍBV
Prúðasta liðið á AMÍ 2023 var UMFA !
Sundsamband Íslands þakkar sundfélginu Óðni kærlega fyrir samstarfið á mótinu en mótið var vel skipulagt og gekk í alla staði mjög vel og ekki skemmdi fyrir hversu vel Óðinn samdi við veðurguðina fyrir þessa helgi 😊