Evrópumeistaramót unglinga hefst á morgun, þriðjudag í Belgrad
Evrópumeistaramót unglinga, EMU 2023 hefst á morgun þriðjudag, 4 júlí í Belgrad í Serbíu.
Sundsamband Íslands sendir 7 keppendur á mótið, tvo þjálfara og einn nuddara.
Sundfólkið sem tekur þátt í EMU 2023 :
Birgitta Ingólfsdóttir Sundfélag Hafnarfjarðar
Birnir Freyr Hálfdánarson Sundfélag Hafnarfjarðar
Einar Margeir Ágústsson Sundfélag Akraness
Freyja Birkisdóttir Sunddeild Breiðabliks
Guðmundur Leo Rafnsson Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
Katja Lilja Andriysdóttir Sundfélag Hafnarfjarðar
Snorri Dagur Einarsson Sundfélag Hafnarfjarðar
Starfsfólk
Klaus Jurgen Ohk Yfirþjálfari (Fararstjóri)
Kjell Wormdal Þjálfari
Hólmfríður Hilmarsdóttir Nuddari
Guðmundur Leo Rafnsson stingur sér fyrstur keppenda til sunds, en hann syndir 50m baksund á morgun þriðjudag. Mótið hefst alla daga kl 10:00 (kl 08:00 á íslenskum tíma) og úrslit eru kl 17:00 ( kl 15:00 á ísl tíma)
Næst í röðinni á morgun er Birgitta Ingólfsdóttir en hún syndir 50m bringusund og það gera Þeir Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson einnig á morgun. Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja Andryisdóttir synda í síðustu grein á morgun 1500m skriðsund.
Það verður virkilega gaman að fylgjast með okkar fólki næstu daga en síðasti dagur mótsins er sunnudagurinn 9. Júlí.
Dagskrá sundfólksins er sem hér segir:
Miðvikudagur 5. júlí :
200m fjórsund – Birnir Freyr Hálfdánarsson
Fimmtudagur 6. júlí
200m baksund Guðmundur Leo
200m bringusund Snorri Dagur og Einar Margeir.
Föstudagur 7. júlí
800m skriðsund Freyja og Katja Lilja
Laugardagur 8. júlí
100m bringusund Snorri Dagur og Einar Margeir
100m bringusund Birgitta Ingólfs
100m baksund Guðmundur Leo
50m flugsund Birnir Freyr
Sunnudagur 9. júlí
400m skriðsund Freyja og Katja Lilja
Úrslit er hægt að finna hér : https://live.swimrankings.net/38481/#