Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir Freyr í 16 manna úrslitum í dag á EMU

05.07.2023

 

Evrópumeistaramót unglinga hélt áfram í morgun og þá synti Birnir Freyr Hálfdánarson 200m fjórsund. Birni Freyr varð í 17. sæti, en þar sem eingöngu tveir frá hverri þjóð mega synda í úrslitum þá endaði Birnir í 15. sæti og syndir því í 16 manna úrslitum kl 17:47 í dag.  Það verður spennandi að fylgjast með Birni en hann mun synda á 8 braut í seinni riðlinum,  það verður hörð og jöfn keppni til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum á morgun.

 

Úrslit er hér : https://live.swimrankings.net/38481/

Lifandi streymi er hér : https://www.youtube.com/@SwimStreamChannel/videos

 

Til baka