Birnir Freyr í 16. sæti á EMU í 200m fjórsundi
05.07.2023
Til bakaBirnir Freyr Hálfdánarsson synti í dag í 16 manna úrslitum á EMU, hann synti 200m fjórsund á tímanum 2:05,78, Birnir varð í 16. sæti og syndir því ekki í 8 manna úrslitum á morgun. Þetta er flottur árangur hjá Birni sem er að keppa á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti unglinga.
Mótið heldur áfram á morgun, fimmtudag og þá keppa þeir Guðmundur Leo Rafnsson í 200m baksundi og Einar Margeir og Snorri Dagur synda 200m bringusund.
Úrslit er hér : https://live.swimrankings.net/38481/
Lifandi streymi er hér : https://www.youtube.com/@SwimStreamChannel/videos