Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 3 á EMU

06.07.2023  

Guðmundur Leo Rafnsson stakk sér fyrstur til sunds í morgun á EMU, hann synti 200m baksund á tímanum 2:05,67 og bætti tíma sinn um tæpa sekúndu og varð í 27. sæti, flottur árangur hjá Guðmundi sem er á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti unglinga.  Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson syntu 200m bringusund. Einar synti á tímanum 2:26,61 og Snorri á tímanum 2:28,00 en það er töluvert frá þeirra besta tíma.

 

Mótið heldur áfram í fyrramálið en þá synda þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja Andriysdóttir 800m skriðsund.

 

Úrslit er hér : https://live.swimrankings.net/38481/

Lifandi streymi er hér : https://www.youtube.com/@SwimStreamChannel/videos

 

 

Til baka