Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fimmti dagur á EMU 2023

08.07.2023

Fimmti dagur á EMU hófst á 100m bringusundi hjá þeim Einari Margeiri og Snorra Degi. Snorri varð í 25. sæti á tímanum 1:04,95 og Einar Margeir varð í 35. sæti á tímanum 1.05,81.  Til þess að komast í 16 manna úrslit þurfti að synda á tímanum 1:04,21, en þeir Snorri og Einar eiga báðir betri tíma en það.

Birgitta Ingólfsdóttir synti einnig 100m bringusund og varð í 25. sæti á tímanum 1:11,84 sem er alveg við hennar besta tíma, 1:11,74. Guðmundur Leo Rafnsson synti 100m baksund á tímanum 58,33 og varð í 45. sæti en hann bætti tíma sinn í greininni.

Birnir Freyr Hálfdánarsson synti 50m flugsund á tímanum 25,18 og varð í 23 sæti, til að komast í úrslit þá þurfti á synda á 24,96 en besti tími Birnis er 24,89.

Fínn dagur hjá okkur fólki en síðasti dagur mótsins er á morgun sunnudag, en þá synda þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja Andryisdóttir 400m skriðsund og strákarnir taka þátt í 4x 100m fjórsundi. 

Úrslit eru hér : https://live.swimrankings.net/38481/

Lifandi streymi er hér : https://www.youtube.com/@SwimStreamChannel/videos

 

 

Til baka