NÆM 2023 hófst í morgun
Norðurlandameistaramót Æskunnar hófst í morgun í Jönkoping Í Svíþjóð og lýkur á morgun sunnudag.
Eftirtaldir sundmenn taka þátt í mótinu í ár.
Ásdís Steindórsdóttir Sunddeild Breiðabliks
Ástrós Lovísa Hauksdóttir Íþróttabandalag Reykjanesbæjar
Björn Ingvi Guðmundsson Sundfélag Hafnarfjarðar
Hólmar Grétarsson Sundfélag Hafnarfjarðar
Hulda Björg Magnúsdóttir Nilsen Sundfélagið Ægir
Magnús Víðir Jónsson Sundfélag Hafnarfjarðar
Margrét Anna Lapas Sunddeild Breiðabliks
Sólveig Freyja Hákonardóttir Sunddeild Breiðabliks
Vala Dís Cicero Sundfélagi Hafnarfjarðar
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir Yfirþjálfari
Hrafnhildur Lúthersdóttir Þjálfari
Bjarney Guðbjörnsdóttir Fararstjóri
Mótið byrjaði með látum í morgun þar sem Vala Dís Cicero sigraði í 100m skriðsundi á tímanum 58,11 sem er flott bæting á hennar besta tíma. Hólmar Grétarsson varð annar og tryggði sér silfur í 1500m skriðsundi á tímanum 16:19,58. Magnús Viðar synti einnig 1500m skriðsund á tímanum 16:43,65 og bætti tíma sinn um tæpar 5 sek og varð í fjórða sæti. Hulda Björg synti 100m skriðsund á tímanum 1:03,67 og varð í 23 .sæti
Þær Sólveig Freyja Hákonardóttir og Ásdís Steindórsdóttir syntu 800m skriðsund og urðu í fjórða og fimmta sæti í greininni. Sólveig synti alveg við sinn besta tíma en Ásdís bætti tíma sinn um 1 sekúndu. Björn Yngvi Guðmundsson synti 100m skriðsund á tímanum 55,40 sem er bæting á hans besta tíma, hann varð í 17 sæti. Margrét Anna Lapas synti 200m bringusund og varð í 9 sæti á tímanum 2:46,39. Stelpurnar tóku þátt í 4x 100m fjórsundi og urðu í 6 sæti á tímanum 4;32,76 en sveitina skipuðu þær Ástrós Lovísa, Margrét Anna, Vala Dís og Sólveig Freyja.
Flott byrjun hjá unga sundfólkinu okkar á NÆM í morgun en mótið heldur áfram í dag kl 16:00, eða 14:00 að íslenskum tíma, hægt er að fylgjast með úrslitum hér ; IC Control LiveTiming - Nordic Age Group Championships 2023