EMU 2023 er lokið
Sjötti dagur á EMU hófst í morgun á 400m skriðsundi kvenna. Þar syntu þær Freyja Birkisdóttir og Katja Lija. Freyja varð í 44. sæti á tímanum 4:30,39 og Katja Lilja varð í 50. sæti á tímanum 4:34,98, þær voru báðar um 3 sekúndur frá sínum bestu tímum.
Strákarnir tóku þátt í 4x100m fjórsundi, þeir syntu á tímanum 3:50, 97 og urðu í 18. sæti.
Þar með hafa íslensku keppendurnir lokið keppni á Evrópumeistaramóti unglinga. Það að hafa átt þrjá einstaklinga í 16. manna úrslitum og litlu munaði að við hefðum átt einn í 8. manna úrslitum er stórgóður árangur. Reyndar hefur sundfólk á vegum SSÍ ekki náð jafn góðum árangri í 12 ár.
Þetta flotta sundfólk kemur heim reynslunni ríkari eftir flott mót.
Til hamingju krakkar og njótið þess að vera komin í sumarfrí 😊