Beint á efnisyfirlit síðunnar

ALdursflokkar, lágmörk og viðmið 2023- 2024

11.07.2023

Stjórn SSí samþykkti á stjórnarfundi þann 5. júlí eftirfarandi breytingar á aldursflokkum hjá SSÍ, en eins og allir vita þá breyttust aldursflokkarnir hjá World Aquatics og LEN á vormánuðum.

  • Íslensk met í eftirtöldum flokkum:

    a) Í opnum flokki jafnt fyrir konur sem karla. Slík met, sem eru besti tími sem íslenskur keppandi eða sundsveit nær í viðkomandi grein, kallast Íslandsmet.

    b) Aldursflokkamet skulu skráð í eftirtöldum aldursflokkum frá og með 1. ágúst 2023:

    Unglingamet:

    16-18 ára karlar

    16-18 ára konur (verður uppfært í metaskrá)

    Aldursflokkamet:

    13-15 ára karlar

    13-15 ára konur (verður uppfært metaskrá)

  • Unglingaflokkur á ÍM25 og ÍM50 verða þá 18 ára og yngri bæði í karla og kvennaflokki.

  • Aldursflokkar fyrir AMÍ verða 15.ára og yngri bæði í karla og kvennaflokki.   

               11 ára og yngri kk og kvk

               12 – 13 ára kk og kvk

               14 – 15 ára kk og kvk

 

Á heimasíðu SSÍ má nú finna lágmörk fyrir landsliðshópa SSÍ fyrir næsta sundár, þar er einnig að finna lágmörk og viðmið fyrir landsliðsverkefni haustsins, þ.e.a.s NM og EM25.

Þessi lágmörk og lágmörk fyrir árið 2024 og upplýsingar um önnur verkefni á vegum landsliðsins verða kynnt á fræðsludegi fyrir þjálfara 16. september.

Til baka