Veizlan hafin í Fukuoka
Hér í Fukuoka hófst sundkeppnin í morgun 10:00 - eða kl. 01:00 á íslenskum tíma. Hún hófst á 200 metra fjórsundi kvenna og svo tekur við hefðbundin dagskrá á HM,Dagskrá HM í sundíþróttum.
Á mótinu keppa tveir Íslendingar, þau Anton Sveinn Mckee sem keppir í 100 metra og 200 metra bringusundi og Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem keppir í 100 metra og 200 metra skriðsundi.
Í dag í undanrásum er keppt í 200 metra fjórsundi kvenna, 400 metra skriðsundi karla, 100 metra flugsundi kvenna, 100 metra flugsundi karla, 400 metra skriðsundi kvenna og 100 metra bringusundi karla, hvar okkar maður Anton Sveinn Mckee keppir. Síðasta einstaklingsgrein dagsins er svo 400 metra fjórsund karla. Morgunhlutanum lýkur svo með boðsundum, 4x100m metra skriðsundi karla og 4x100 metra skriðsundi kvenna.
Sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu eru hérna
og úrslit mótsins er hægt að finna hér.
Hér er dagskrá íslenska sundfólksins í Fukuoka.
Dagsetning |
Fyrir hádegi |
Eftir hádegi |
23. júlí – sunnudagur Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan) |
100 bringa – Anton |
100 bringa – semi |
24. júlí – mánudagur Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan) |
|
100 bringa – finals |
25. júlí – þriðjudagur Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan) |
200 skrið – Snæfríður |
200 skrið – semi |
26. júlí – miðvikudagur Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan) |
|
200 skrið - finals |
27. júlí – fimmtudagur Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan) |
100 skrið – Snæfríður 200 bringa – Anton |
100 skrið – semi 200 bringa – semi |
28. júlí – föstudagur Heats 10:30 / Finals 20:00 (Japan) |
|
100 skrið – finals 200 bringa - finals |