Snæfríður Sól bætir metið sitt enn og aftur
Snæfríður Sól Jórunnardóttir var að ljúka 200 metra skriðsundi í 16 manna undanúrslitum hér í Fukuoka í Japan, á tímanum 1:57,98 mínútum. Það er enn nýtt Íslandsmet í greininni 16/100 úr sekúndu betri tími en hún átti í morgun.
Snæfríður kom mark í 8. sæti í sínum riðli og í 14. sæti í heildina og komst því miður ekki áfram í úrslitariðilnn sem verður á dagskrá annað kvöld. En hún hélt sæti sínu í greininni sem er vel gert miðað við hversu hraðari undanúrslitariðlarnir voru.
Dagurinn hefur verið mjög góður hjá Snæfríði, byrjaði í morgun með nýju Íslandsmeti í greininni þar sem hún bætti tæplega tveggja mánaða eigið met um 77/100 úr sekúndu. Met sem hún setti á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Hún leiddi riðilinn sinn allan tímann og kom fyrst í mark í riðlinum og sú eina úr sínum riðli sem náði 14. sæti í undanúrslitum, þar sem 16 efstu kepptu í kvöld um 8 sæti í úrslitariðlinum.
Svo kom sundið í kvöld. Og hvílíkt sund. Þrátt fyrir að hún segði okkur eftir á að hún hefði verið stressaðri og stífari en í morgun, þá var það ekki að sjá - hún synti sitt sund eftir sinni áætlun og hélt það út til enda.
Næst á dagskrá hjá Snæfríði Sól eru 100 metra skriðsund n.k. fimmtudag og þá syndir Anton Sveinn Mckee einnig 200 metra bringusund.
Heims- og Evrópumetin í 200 metra skriðsundi eru aðeins komin til ára sinna. Þau á Federica Pellegrini frá Ítalíu og þau setti hún á HM50 í Róm árið 2009.
Myndirnar tóku Simone Castrovillari og Hörður J. Oddfríðarson eftir undanúrslitin.