Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól 14. á nýju Íslandsmeti

25.07.2023

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu 200 metra skriðsund á nýju Íslandsmeti, 1:58,14 mínútum, hér á HM50. Það þýðir að hún syndir í kvöld í undanúrslitum (16 manna úrslitum) í greininni.

Gamla metið átti hún sjálf frá því á Smáþjóðaleikunum á Möltu nú í vor, en það var 1:58,91 mínútur.

Hér má sjá úrslitin úr riðlunum í morgun.

Myndirnar af Snæfríði Sól tók Simone Castrovillari

Myndir með frétt

Til baka