Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn 7. í úrslit með Ólympíulágmark

27.07.2023

Anton Sveinn gerði sér lítið fyrir og náði sér í keppnisrétt á Ólympíuleikunum þegar hann synti 200 metra bringusund hér á HM50 í Fukuoka, á tímanum 2:09,19 mínútur. Ólympíulágmarkið í greininni er 2:09,68 mínútur. Glæsilegt sund hjá Antoni í hröðum riðli og "annað skref í keppnisplaninu".

Þetta er besta grein Antons, sem synti stöðugt og öruggt sund, hélt í við fremstu menn í riðlinum og virtist líða mjög vel í vatninu. Hann var því að vonum ánægður eftir sundið og við hlökkum til að fylgjast með honum annað kvöld í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi.

Myndirnar tók Simone Castrovillari

Myndir með frétt

Til baka