Enn aftur flottur morgun á EYOF
28.07.2023
Til bakaSundfólkið okkar hélt áfram að gera góða hluti á EYOF í morgun.
Hólmar Grétarsson gerði sér lítið fyrir og synti sig inn í úrslit í 400m fjórsundi á nýju Aldursflokkameti,4:36,72. Hann syndir kl 16:19 í dag.
Vala Dís hélt áfram að synda sig inn í úrslit og nú í 50m skriðsundi þegar hun synti á 27,31. Hún er 14 inn í 16 manna úrslit á eftir kl 16:00.
Ylfa Lind synti einnig 50m skriðsund á tímanum 28,48 og varð í 39.sæti. Sólveig Freyja bætti tíma sinn í 800m skriðsundi um tæpar 4.sekúndur þegar hún synti á 9:30,26.
Flottur morgun hjá sundfólkinu okkar!