Beint á efnisyfirlit síðunnar

World Cup í Berlín

09.10.2023

 

Fimm sundmenn tóku þátt í World Cup mótaröðinni í Berlín um síðustu helgi.

Allir sundmennirnir syntu nálægt sínum bestu tímum en mótið er liður í undirbúningi fyrir  ÍM25 í nóvember næstkomandi, Norðurlandsmeistaramótið í Eistlandi og Evrópumeistaramótið í Otopeni í desember.

Sundfólkið kemur reynslunni ríkari heim enda tók besta sundfólk í heimi þátt í mótinu.

Sundfólkið stóð sig með prýði og átti Snæfríður Sól bestan árangur sundfólksins á mótinu en hún komst í úrslit og synti á tímanum 55:09 í 100m skriðsundi og varð í sjöunda sæti, virkilega flottur árangur.  Með henni í úrslitariðlinum syntu bestu sundkonur heims.  Snæfríður var einnig nálægt því að komast í úrslit í 200m skriðsundi en þar varð hún í níunda sæti á tímanum 1:59,90.

Einar Margeir bætti sig í 50m bringusundi þegar hann synti á 28,62 og varð í 19. sæti, Snorri Dagur varð í 21 sæti í sömu grein á tímanum 28,78. Þeir syntu einnig 100m bringusund og voru alveg við sinn besta árangur, Það sama á við Birgittu Ingólfsdóttur en hún synti 100m bringusund 1:13,70 og varð í 16. sæti, hún synti einnig 50 bringusund og varð í 14 sæti á 33,42. Vala Dís Cicero synti 200m skriðsund og varð í 31 sæti á 2:07,37 og 100m skriðsund á 58;56 og varð í 30 sæti.

 

 


Til baka