Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsilegt Íslandsmet í 4x200m skriðsundi karla- sveit SH

10.11.2023

Fyrsta úrslitahluta ÍM25 lauk nú í kvöld og endaði dagurinn á glæsilegu Íslandsmeti hjá karlasveit Sundfélags Hafnarfjarðar í 4x200m skriðsundi.  Þeir Veigar Hrafn, Birnir Freyr, Bergur Fáfnir og Magnús Víðir syntu á 7:30,99 og bættu met ÍRB sveitar um tæpar þrjár sekúndur, gamla metið var síðan 2014.

Í sama sundi setti sveit ÍRB nýtt aldursflokkamet þegar þeir syntu á 8:05,60 en það voru þeir Denas Kazulis, Daði Rafn, Árni Þór og Nikolai Leo. Gamla metið á sveit Ægis og var metið sett árið 2015.

Vala Dís Cicero synti 100m fjórsund á nýju aldursflokkameti þegar hún synti á 1:03,94

 

Jóhanna Elín úr SH tryggði sér lágmark á Evrópumeistaramótið í 25m laug sem fer fram í Búkarest 5. -10 desember, þá hafa 4 aðrir sundmenn tryggt sér lágmark þangað, en það eru þau Anton Sveinn, Snæfríður Sól, Einar Margeir og Snorri Dagur.

Þá syntu þær Ásdís Steindórsdóttir og Sólveig Freyja úr sunddeild Breiðabliks  400m skriðsund undir A lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í byrjun desember. Guðbjörg Bjartey, ÍA  og Birnir Freyr úr SH gerðu slíkt hið sama, Guðbjörg í 50m skriðsundi og Birnir í 100m flugsundi.

 

Öll úrslit dagsins má finna hér : https://live.swimrankings.net/39165/

Lifandi streymi á mótinu er hægt að finna hér : https://www.youtube.com/sundsambandid

 

Mótið heldur áfram í fyrramálið kl 9:30 með undanrásum og síðan aftur kl 17:00 með úrslitum.

Til baka