Karla sveit SH með Íslandsmet á lokadegi ÍM25
Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi í 25m laug lauk nú í kvöld.
Þrjú Íslandsmet voru sett á mótinu. Karlasveit SH setti met í 4x200m skriðsund en þeir bættu met ÍRB frá árinu 2014 um tæpar þrjár sekúndur. Það voru þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Birnir Freyr Hálfdánarson, Bergur Fáfnir Bjarnason og Magnús Víðir Jónsson sem syntu í boðsundinu.
Kvennasveit SH setti Íslandsmet í 4x 100m skriðsundi og bætti met frá árinu 2019. Í boðsundssveitinni voru þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Birgitta Ingólfsdóttir, Vala Dís Cicero og Katja Lilja Andriysdóttir.
Nú í kvöld á lokadegi mótsins setti karla sveit SH sitt annað Íslandsmet, nú í 4x100m fjórsundi. Sveitina skipuðu þeir Bergur Fáfnir Bjarnason, Birnir Freyr Hálfdánarson, Snorri Dagur Einarsson og Símon Elías Statkevicius.
Þá voru fjögur unglingamet sett á mótinu. Birnir Freyr Hálfdánarson, SH sett met í 200m fjórsundi og tryggði sér um leið lágmark á EM25. Einar Margeir Ágústsson, ÍA setti þrjú unglingamet, í 100m fjórsundi, 100m bringusundi og 200m bringusundi.
10 ný aldursflokkamet litu líka dagsins ljós um helgina, Vala Dís Cicero úr SH setti fimm aldursflokkamet, tvö í 50m, eitt í 100m skriðsundi, eitt í 100m fjórsundi og eitt í 100m flugsundi.
Magnús Víðir Jónsson úr SH setti met í 100m og 200m skriðsundi og karlasveit ÍRB sem var skipuð þeim Denas Kazulis, Daði Rafn Falsson, Árni Þór Pálmason, Nikolai Leo Jónsson settu tvö met í boðsundi, í 4x200m og 4x100m skriðsundi. Þá setti Margrét Anna Lapas aldursflokkamet í 50m bringusundi þegar hún synti á 33,46.
Jóhanna Elín átti gott mót um helgina en hún tryggði sér 4 Íslandsmeistaratitla, í 50 og 100m skriðsundi, 50m flugsundi og 100m flugsundi og tryggði sér EM25 lágmörk i 50m og 100m skriðsundi.
Eva Margrét Falsdóttir varð einnig fjórfaldur Íslandsmeistari en hún sigraði í 100m, 200m og 400m fjórsundi og 200m bringusundi
Katja Lilja Andriysdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari en hún sigraði í 400, 800m og 1500m skriðsundi á mótinu.
Anton Sveinn sigraði í öllum bringusundsgreinum karla á mótinu, í 50m, 100 og 200m bringusundi.
Símon Elías Statkevicius varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari þegar hann sigraði í 50m,100m skriðsundi og 50m flugsundi.
Bestu afrek Karla á mótinu fékk Anton Sveinn McKee fyrir 200m bringusund og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir vann besta afrek í kvennflokki fyrir 100m skriðsund.
Sex sundmenn hafa nú náð lágmörkum á Evrópumeistaramótið í 25m laug sem fram fer í Búkarest 5. – 10. desember n.k., en þeir eru:
Anton Sveinn McKee SH
Birnir Freyr Hálfdánarson SH
Einar Margeir Ágústsson ÍA
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH
Snorri Dagur Einarsson SH
Snæfríður Sól Jórunnardóttir Álaborg
Þá hafa tuttugu sundmenn náð A- lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Taartu í Eistlandi 1. – 3. desember n.k., en þeir eru:
Aron Bjarki Pétursson SH
Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik
Bergur Fáfnir Bjarnason SH
Birgitta Ingólfsdóttir SH
Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
Fannar Snævar Hauksson ÍRB
Freyja Birkisdóttir Breiðablik
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir ÍA
Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB
Hólmar Grétarsson SH
Katja Lilja Andriysdóttir SH
Magnús Víðir Jónsson SH
Nadja Djurovic Breiðablik
Símon Elías Statkevicius SH
Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik
Sunna Arnfinnsdóttir ÍA
Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir ÍRB
Vala Dís Cicero SH
Veigar Hrafn Sigþórsson SH
Ýmir Chatenay Sölvason Breiðablik