Frábær árangur á EM í sundi - Tveir sundmenn í 16 manna úrslitum í dag á Evrópumeistaramótinu
Þeir Anton Sveinn McKee, Einar Margeir Ágústson og Snorri Dagur Einarsson syntu allir 100m bringusund í morgun á Evrópumeistaramótinu í sundi,og þeir syntu allir í sama riðli í sundinu.
Anton Sveinn kom fyrstur í mark af þeim þrem á tímanum 58,06 sem er besti tími hans á árinu og er hann tíundi inn í 16 manna úrslit sem verða síðar í dag. Snorri Dagur Einarsson gerði sér lítið fyrir og bætti tíma sinn í greininni um rúma sekúndu, synti á 58,96 og er nr 16 inn í undanúrslitin í kvöld, Snorri bætti jafnframt unglingametið í greininni sem var 59,43. Einar Margeir synti alveg við sinn besta tíma 58,78 og varð hann í 24 sæti.
Frábær árangur hjá strákunum í morgunsárið og það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim Antoni Sveini og Snorra Degi synda aftur í dag. En sýnt verður frá því sundi á RÚV kl 17:15 í dag