Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur hjá Antoni Sveini

08.12.2023

Anton Sveinn synti gríðarlega vel 200m bringusund rétt í þessu í 16 manna úrslitum á EM25 í Búkarest. Hann synti á sínum besta tíma á þessu ári eða á 2:04,67 og er þriðji inn í úrslitasundið sem fram fer á morgun.

Þetta er frábær árangur enn og aftur hjá Antoni Sveini McKee en hann syndir til úrslita kl 16:19 á morgun á íslenskum tíma.

 


Til baka