Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH leiðir í fyrstu deild, ÍA og SH í annari deild

16.12.2023

Bikarkeppni SSÍ hélt áfram í Laugardalslauginni í morgun og mikið um spennandi sund.

Sundfélag Hafnarfjarðar heldur áfram að leiða í fyrstu deild, bæði í karla og kvennaflokki.

Sundfélag Hafnarfjarðar leiðir einnig í karlaflokki í annari deild, en Sundfélag Akraness leiðir í annari deild kvenna.

Keppnin heldur áfram kl. 16:30 í dag. Anton Sveinn McKee verður í lauginni kl. 16:00 þar sem hægt verður að sjá silvurpeninginn frá EM ásamt því að hægt verður að fá mynd með Antoni.

 

Stigastaðan að loknum öðrum mótshluta er sem hér segir:

1. deild karla

Sundfélag Hafnarfjarðar 11.050
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar  9.446
Sunddeild Breiðabliks 8.178
Sundfélagið Ægir  6.747
Sundfélag Akraness  6.736
Sunddeild Ármanns  6.006

 

1. deild kvenna

Sundfélag Hafnarfjarðar 10.344
Sunddeild Breiðabliks 9.773
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 
9.312
Sundfélagið Ægir  8.259
Sunddeild Ármanns  7.525
UMSK 6.344

 

2. deild karla

Sundfélag Hafnarfjarðar - B lið 8.277
Sunddeild KR 2.810

 

2. deild kvenna

Sundfélag Akraness 
7.437
Sundfélag Hafnarfjarðar - B lið 7.050
Sunddeild Breiðabliks - B lið 6.488
Sunddeild KR 1.729

Til baka