Sundfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í kvenna og karlaflokki. Íslandsmet í lokagreininni og Sundfélag Akraness vinnur sig upp um deild í kvennaflokki.
Bikarkeppni Sundsambands Íslands lauk í Laugardalslaug í Reykjavík í kvöld eftir æsispennandi lokahluta þar sem Sundfélag Hafnarfjarðar stendur uppi sem sigurvegari í 1. deild karla og kvenna. B-lið SH vann einnig í 2. deild karla og Sundfélag Akraness var sigurvegari í 2. deild kvenna.
Þar sem kvennalið Sundfélags Akraness var stigahærra en bæði kvennalið UMSK og Sunddeildar Áramanns, munu Skagastelpurnar keppa í 1. deild að ári, en lið UMSK fellur niður í 2. deild.
Í lokagrein mótsins gerði kvennasveit Sundfélags Hafnarfjarðar sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í 4x 100m skriðsundi á tímanum 4:37.89. Sveitina skipuðu þær Kristín Helga Hákonardóttir, Vala Dís Cicero, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Birgitta Ingólfsdóttir.
Við óskum sundfólkinu og liðunum til hamingju með árangurinn um helgina. Eins þökkum við starfsfólki og sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag, því án þeirra væri þetta ekki framkvæmanlegt. Að lokum viljum við þakka Sundráði Reykjavíkur fyrir samstarfið við framkvæmd mótsins.
Lokastigastaða:
1. deild karla
1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 16.754 stig
2. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 14.806 stig
3. Sunddeild Breiðabliks – 12.746 stig
4. Sundfélag Akraness - 10.509 stig
5. Sundfélagið Ægir - 10.486 stig
6. Sunddeild Ármanns - 9.234 stig
1. deild kvenna
1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 15.859 stig
2. Sunddeild Breiðabliks – 14.967 stig
3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 14.224 stig
4. Sundfélagið Ægir – 12.584 stig
5. Sunddeild Ármanns – 11.448 stig
6. UMSK – 10.117 stig
2. deild karla
1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 12.469 stig
2. Sunddeild KR – 4.116 stig
2. deild kvenna
1. Sundfélag Akraness – 11.634 stig
2. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 10.841 stig
3. Sunddeild Breiðabliks B-lið – 9.793 stig
4. Sunddeild KR – 2.571 stig