Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reykjavíkuleikarnir 2024

27.01.2024

Reykjavikur leikarnir í sundi hófust í gær í Laugardalslaug, föstudag og lét árangurinn ekki á sér standa.

 

Þeir Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson tryggðu sér lágmark í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótið í 50m laug sem fram fer í Serbíu í júní. Birnir Freyr Hálfdánarsson tryggði sér lágmark í 50m fllugsundi á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í Vilníus í Litháen í júlí og Hólmar Grétarsson tryggði sér lágmark í 400m fjórsundi á Norðurlandameistaramót Æskunnar sem fram fer í Helsinki í sumar.

 

Mótið hélt svo áfram í morgun með undanrásum en úrslitin hefjast kl 17:00 og má búast við harðri keppni mörgum greinum.  Anton Sveinn McKee og Snorri Dagur munu synda 100m bringusund í úrslitum og Snæfríður Sól mun synda 50m skriðsund og 200m skriðsund.

 

Það er mikil stemmning í Laugardalslauginni þessa helgina, mótið er hið glæsilegasta og eru 300 keppendur mættir til leiks þar af eru vel á annað hundrað erlendir gestir.

 

Hægt er að fylgjast með streymi hér: https://app.staylive.io/rigplay/swimming

Úrslit eru hér : https://live.swimrankings.net/39044/

Til baka