Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton og Snæfríður syntu í úrslitum á Sænska Opna

05.04.2024

Anton Sveinn McKee synti rétt í þessu í úrslitum í 200m bringusundi á Sænska Opna meistaramótinu hann varð þriðji eftir hörku spennandi keppni við Hollendingana Arno Kamminga og Casper Corbeau, Anton synti á tímanum 2:10,74. Arno sigraði í sundinu á tímanum 2:09,61, Casper varð annar á 2:10.00. Fínt sund hjá Antoni sem syndir 100m bringusund á morgun,laugardag.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk einnig hörkukeppni í 200m skriðsundi við Nele Schulze frá Þýskalandi, Snærfríður varð önnur í sundinu á tímanum 1:59,21 en sigurtíminn hjá Nele var 1:59.08. Fínt sund hjá Snæfríði en hún mun synda 100m skriðsund á mánudaginn.

Úrslit má finn hér

Myndir með frétt

Til baka