Snæfríður Sól synti 50m skriðsund á Stockholm Open
07.04.2024
Til bakaSnæfríður Sól Jórunnardóttir synti í morgun 50m skriðsund á Stockhom Open á tímanum 25,71 og varð í 9 sæti og synti sig inn í B úrsltin sem fram fóru í dag.
Hún bætti tíma sinn í greininni sem var 25,86. Hún sigraði svo í B úrslitum í dag og bætti aftur tíma sinn, synti á tímanum 25,52 og nálgast óðfluga íslandsmet Söruh Bateman sem er 25,24.
Snæfríður syndir 100m skriðsund í fyrramálið og verður spennandi að fylgjast með henni.