Snæfríður Sól sigraði B úrlist á Sænska Opna
08.04.2024
Til bakaSnæfríður Sól Jórunnardóttir synti í morgun 100m skriðsund á Stockhom Open á tímanum 55,58 og varð í 9 sæti og synti sig inn í B úrsltin sem fram fóru í dag.
Hún sigraði B úrslitin á tímanum 55,69. Nú liggur leiðin heim til Íslands en þau Anton Sveinn og Snæfríður Sól verða í eldlínunni um næstu helgi í Laugardalslaug þegar Íslandsmeistaramótið í sundi fer fram.